Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2010 07:01

Stórir málaflokkar til umræðu á þingi SSV

Efling sveitarstjórnarstigsins, yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og aðildarviðræður við ESB verða meðal mála sem kynnt verða og rædd á ársfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn verður í Klifi í Snæfellsbæ um helgina. Ráðherraskipti í ríkisstjórn urðu til þess að breyta þurfti tímasetningum á einstökum dagskrárliðum og seinka útgefinni dagskrá þingsins, að sögn Hrefnu B Jónsdóttur framkvæmdastjóra SSV. Ársfundurinn hefst árdegis á morgun, föstudag með setningu Páls S. Brynjarssonar formanns stjórnar SSV og við taka venjuleg ársfundarstörf fram undir hádegið, ásamt kynningu á stofnunum og fyrirtækjum sem tengjast SSV.

Að loknu hádegishléi komast Evrópumálin á dagskrá. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra greinir þar frá fyrirkomulagi aðildarviðræðna. Að erindi Stefáns loknu verða leyfðar umræður og fyrirspurnir. Því næst heldur áfram kynning á stofnunum tengdum SSV og þar á eftir taka við ávörp gesta þingsins. Þar verður fyrirferðarmest ávarp ráðherra sveitarstjórnar- og samgöngumála Ögmundar Jónassonar. Síðdegis verða svo málefni fatlaðra á dagskrá. Framsögu flytur Sigurður Helgason ráðgjafi verkefnisstjórnar og að henni lokinni verða umræður og fyrirspurnir.

 

Sveitarstjórn Snæfellsbæjar býður til kvöldverðar í lok fundarins á morgun, en dagskráin hefst síðan árdegis á laugardagsmorgninum með umræðum um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þar hafa framsögu Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Páll Brynjarsson formaður SSV, Trausti Fannar Valsson sem fjallar um endurskoðun sveitarstjórnarlaga og Björg Ágústsdóttir verkefnisstjóri hjá Alta. Pallborðsumræður verða að umræðunum loknum. Gert er ráð fyrir fundarslitum að lokinni afgreiðslu ályktana upp úr hádegi á laugardaginn.

 

Sjá nánar dagskrá aðalfundarins HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is