Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2010 08:01

Svínabúið á Hýrumel verður starfrækt áfram

Fyrirtækið Stjörnugrís, sem nýlega keypti svínabúin á Hýrumel í Hálsasveit í Borgarfirði og Brautarholti á Kjalarnesi, ætlar að reka bæði búin áfram. Að sögn Geirs Gunnars Geirssonar framkvæmdastjóri Stjörnugríss verður búið á Hýrumel rekið áfram í óbreyttri mynd, en eldisstöð á Stafholtsveggjum, sem starfrækt var í tengslum við búið, verður lögð niður. Svínin frá Stafholtsveggjum verða flutt í Brautarholt og við það mun starfssemi stöðvarinnar þar skerðast sem því nemur.

Geir Gunnar segir að aðstaðan á Stafholtsveggjum hafi verið léleg og hún ekki uppfyllt lengur skilyrði til eldis. Þá verði í ljósi erfiðrar afkomu greinarinnar í dag að leita hagræðingar, þannig að störfum muni á næstunni fækka í fjögur úr sex á Hýramel og um eitt stöðugildi sem var við uppeldisstöðina á Stafholtsveggjum. Áfram verði þó 450 gyltur á búinu á Hýrumel eins og verið hefur.

 

 

 

Að sögn Geirs Gunnars hefur svínakjötframleiðslan í landinu verið mjög erfið nú á annað ár, þurft að taka á sig miklar kostnaðarhækkanir á sama tíma og ekki hefur verið unnt að hækka verð fyrir framleiðsluna. „Það er með okkur eins og mörg önnur fyrirtæki í landinu að reksturinn er erfiður um þessar mundir og við þurfum því miður að leita allra leiða til að lifa af,“ segir Geir Gunnar í samtali við Skessuhorn. Grísagarður sem rak búin á Hýrumel og á Stafholtsveggjum, og Brautarholtsbúið á Kjalarnesi, höfðu verið í eigu Arinbanka í talsverðar tíma áður en þau voru seld Stjörnugrís í ágústmánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is