09. september. 2010 09:05
Kennsla hófst í Tónlistarskóla Grundarfjarðar 1. september síðastliðinn. Nemendur eru um hundrað en að sögn Þórðar Guðmundssonar skólastjóra tínast yfirleitt inn fleiri nemendur með haustinu en það eru alltaf einhverjir sem gleyma að skrá sig. “Starfsliðið kemur nú ferskt inn eftir sumarið og við erum með ýmsar nýjar hugmyndir í fæðingu og vinnslu. Þar á meðal er nýtt söngnám, einhver samstarfsverkefni við skólana á svæðinu; grunnskólann og fjölbrautaskólann og ýmsir tónleikar sem við munum halda í vetur,” sagði Þórður.
Sjá viðtal við Þórð í Skessuhorni vikunnar.