09. september. 2010 10:01
Tónlistarskóli Borgarfjarðar hóf vetrarstarf sitt síðustu vikuna í ágúst en innritun nýnema fór fram 19. ágúst síðastliðinn. Um 200 nemendur nema við skólann í vetur sem er aðeins minni fjöldi en var í fyrra. “Kennslustundafjöldinn er sá sami en færri krakkar eru bara í meira námi en áður. Það komust allir inn sem sóttu um á innritunartíma,” sagði Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri í samtali við Skessuhorn í síðustu viku. Blaðamaður settist niður með Theodóru og ræddi komandi skólaár, starfsemi tónlistarskólans og hennar eigin tónlistarlíf.
Sjá viðtal við Theodóru í Skessuhorni vikunnar.