09. september. 2010 10:29
Tónlistarskóli Snæfellsbæjar hófst líkt og grunnskóli sveitarfélagsins þann 23. ágúst síðastliðinn. Nemendur við skólann eru um 90 en þó eru nokkrir á biðlista. “Það er vegna þess að við erum aðeins með einn kennara sem kennir á gítar og trommur en þessi hljóðfæri hafa ætíð verið mjög vinsæl,” sagði Valentina Kay skólastjóri í samtali við Skessuhorn. Auk gítars og trommu er hægt að læra á píanó og ýmis blásturhljóðfæri svo sem klarínett, þverflautu, blokkflautu og saxafón, við Tónlistarskóla Snæfellsbæjar. Þá er einnig hægt að læra söng.
Sjá viðtal við Valentinu í Skessuhorni vikunnar.