Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2010 12:01

Tuddamót Golfklúbbs Staðarsveitar á gróskumiklum Garðavelli

Síðastliðinn laugardag var mikið um að vera hjá Golfklúbbi Staðarsveitar. Þá var haldið á Garðavelli undir Jökli hið árlega Tuddamót sem er hápunktur golfsumarins hjá félaginu. Mót þetta er allt í senn opið punktamót, liðakeppni Golfklúbbs Staðarsveitar og Golfklúbbs Guttorms tudda en síðast en ekki síst meistaramót GST. Þátttakendur voru um 30 talsins og sáust af og til glæsileg tilþrif hjá kylfingunum en einnig arfaslæm högg eins og gengur.  Aðstæður voru mjög góðar, eða 17 stiga hiti og golfvöllurinn skartaði sínu fegursta; hefur ekki verið grænni og gróskumeiri í allt sumar og hefur greinilega tekið fagnandi á móti ágústvætunni. Um kvöldið var síðan blásið til veislu í Langaholti þar sem verðlaun voru veitt, snædd þriggja rétta máltíð að hætti hússins og drukkinn bjór úr bala.

Helstu úrslit urðu þessi. GST menn unnu liðakeppnina nokkuð sannfærandi og hertu þar með tökin á farandbikarnum sem í boði var. Guðmundur Kristinn Guðmundsson GST vann punkta keppnina með 40 punktum og fékk að launum fjórðaparts nautsskrokk frá Ölkeldubændum. Í öðru sæti varð Eigill Erlendsson GST með 37 punkta, hann fékk að launum kvöldverð og gistingu í Langaholti. Í þriðja sæti varð Þór Jónsson GKG með 36 punkta, hans laun var kvöldverður í Langaholti. Nándarverðlaun hlutu Þórður Svavarsson GST og Hjörleifur Þór Jakobsson GST og fóru þeir heim með sinn hvorn karöflupokann frá jarðeplabændunum á Hraunsmúla. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Staðarsveitar voru síðan krýndir Guðmundur Kristinn Guðmundsson með forgjöf og Hjörleifur Þór Jakobsson án forgjafar og óskum við þeim til hamingju með það.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is