08. september. 2010 01:16
Togbáturinn Skinney SF-20 tilkynnti í morgun um að í veiðarfærin hafi komið hlutur sem líktist tundurdufli. Síðar var duflið híft um borð þar sem það liggur á þilfari skipsins. Að sögn bátsverja, sem vísir.is ræddi við nú í hádeginu, er um óvenjulega heillegt dufl að ræða. Þegar duflið kom í veiðarfærin var báturinn staddur á humarveiðum í Jökuldjúpi suður af Snæfellsnesi. Siglt var áleiðis til Rifs og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir út. Eru þeir nú á leið til skipsins.