Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2010 02:12

Eigendaskipti á kaffikönnu valda pólitískum titringi

Að undanförnu hefur sérstætt mál verið á vitorði fámenns hóps á Akranesi og þar gjarnan verið talað um „stóra kaffikönnumálið“ í gríni frekar en alvöru. Nú er grínið hins vegar orðið að alvöru þar sem búið er að álykta um það í stjórn Akranesstofu, þeim hluta bæjarkerfisins sem það fellur undir. Mál þetta snýst um snögg eigendaskipti sem urðu á kaffikönnu í eigu Byggðasafnsins að Görðum í sumar og aðkomu varabæjarfulltrúa og embættismanns bæjarins að málinu. Komið var og náð í kaffikönnuna á miðjum degi þar sem hún var í notkun í Garðakaffi. Hafði kannan verið seld til notkunar hjá samkeppnisaðila á Akranesi, án þess að rekstraraðilum Garðakaffis gæfist kostur á að kaupa könnuna eða gera aðrar ráðstafanir til að geta áfram hellt upp á kaffi.

 

 

 

Eigendur Garðarkaffis voru ósáttir með þennan gjörning og skutu máli sínu til stjórnar Akranesstofu sem hefur með málefni Byggðasafnsins að gera og leigir aðstöðu til reksturs kaffihúss í Safnaskálanum. Á fundi Akranesstofu í gær lagði Þorgeir Jósepsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stjórn, fram bókun. Þar lýsir hann furðu sinni á að pólitískt kjörnir fulltrúar meirihlutans skuli samþykkja það með þögn sinni að nokkrir af æðstu embættismönnum Akraneskaupstaðar reyni að þagga niður, það sem Þorgeir kallar húsbrot varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Garðakaffi þann 12.ágúst sl. „....þar sem hann við annan mann fjarlægði kaffivél sem forstöðumaður Byggðasafnsins hafði gefið rekstraraðilum leyfi til að gera upp og nýta. Í framhaldi seldi síðan annar forstöðumaður hjá Akraneskaupstað þessa kaffivél til samkeppnisaðila Garðakaffis langt undir raunverði án þess að gefa rekstraraðilum Garðakaffis möguleika á að gera tilboð í vélina. Ég hlýt því að spyrja hvort meðferð málsins í bæjarkerfinu sé í anda „gegnsærrar og heiðarlegrar stjórnsýslu“ sem Samfylkingin boðaði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar?", segir Þorgeir í bókun sinni.

 

Ljóst er af þessu að „stóra kaffikönnumálið“ veldur pólitískum titringi. Í lok fundargerðar Akranesstofu um málið, segir að aðrir stjórnarmenn Akranesstofu áskilji sér rétt til að bóka um málið á næsta fundi stjórnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is