Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2010 12:02

Ævintýrið í Skrapatungurétt 20 ára

Stóðréttarhelgi Skrapatunguréttar í Austur Húnavatnssýslu er hátíð heimamanna og ferðafólks þar sem er spilað, sungið og skemmt sér að sið Íslendinga. Dagana 18. og 19. september næstkomandi verður í tuttugasta skipti sem gestum er boðið að taka þátt í ævintýrinu. Verður ýmislegt til gamans gert í tilefni þessara tímamóta.  Gestir eiga þess kost að slást í för með gangnamönnum á eyðidalnum Laxárdal og upplifa alvöru þjóðlegt ævintýri. Þátttakendur leigja hesta hjá heimamönnum eða mæta með sína eigin hesta. Stóðhrossin verða rekin til byggða á laugardeginum 18. september. Lagt er af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal kl. 10 og síðan riðið sem leið liggur um Strjúgsskarð og norður á leið. Gestum ber að athuga að aðstaða til að geyma hross nóttina fyrir smölunardag er við sandnámu við Strjúgsstaði (norðari afleggjari). Þátttakendur eru beðnir að virða að ekki er leyfilegt að reka laus reiðhross í stóðsmöluninni.

Ferðamannafjallkóngur líkt og í fyrri ár verður Valgarður Hilmarsson. Hann er heimavanur á þessum slóðum og mun sjá um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni.

Fyrir þá sem heldur vilja koma á bíl til að fylgjast með gangnamönnum og réttarstörfum, er rétt að benda á að Skrapatungurétt er í um 15 mín. akstursfjarlægð frá Blönduósi en fram að Kirkjuskarðsrétt er aksturstími um 40 mín. Á laugardagskvöldinu leikur besta stóðréttarhljómsveit landsins, Paparnir, fyrir dansi í Félagsheimilinu Blönduósi. Á sunnudagsmorgun um kl. 11 hefjast svo réttarhöld í Skrapatungurétt. Bændur ganga í sundur hross sín og reka þau svo í lok dags til síns heima. Frekari upplýsingar veitir ferðamannafjallakóngur í síma 893-2059 (eftir kl. 18 á virkum dögum) eða í netfangi vallih@centrum.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is