Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2010 08:01

Þjóðfundur í nóvember

Fimm þúsund Íslendingar fá á næstu dögum boðsbréf á Þjóðfund um stjórnarskrá Íslands sem haldinn verður laugardaginn 6. nóvember n.k. í Laugardalshöll. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá með svokölluðu slembiúrtaki. Lögin gera ráð fyrir að 1000 manns taki þátt í Þjóðfundinum. Til að tryggja að sem flest sæti verði skipuð á fundinum voru 4000 til viðbótar kallaðir til og skráðir sem varamenn. Á Þjóðfundinum verður kallað eftir meginsjónarmiðum þátttakenda um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og endurskoðun á henni. Sérstök nefnd, stjórnlaganefnd, mun vinna úr upplýsingum sem safnast á Þjóðfundi 2010 og afhenda stjórnlagaþingi er kemur saman í febrúar 2011.

 

 

 

Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember næstkomandi. Allir þjóðfundarfulltrúar fá greidda þóknun, 17.500 krónur fyrir að taka þátt í fundinum og tekur hún mið af launum þingmanna á stjórnlagaþingi. Þá fá þátttakendur utan höfuðborgarsvæðis greiddan kostnað vegna ferða og fría hótelgistingu. Þetta er gert til að tryggja að sem flestir sjái sér fært að mæta. Með stjórnlagaþingi og undirbúningi þess eru farnar nýjar leiðir að mótun stjórnarskrár Íslands og þjóðinni sjálfri boðið að leggja fram eigin hugmyndir strax í upphafi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is