10. september. 2010 11:01
Byggðarráð Dalabyggðar samþykkti á fundi fyrr í vikunni að styrkja uppbyggingu strandblakvallar með 450.000 kr. framlagi. Fyrr í sumar birtist í Skessuhorni frétt þess efnis að mikill blakáhugi hefði gripið um sig í Búðardal og nágrenni og að hópur áhugafólks hefði fullan hug á því að koma upp strandblakvelli. Hópurinn óskaði eftir því að fá úthlutað svæði fyrir blakvöllinn við tjaldsvæðið í Búðardal sem er á grónu svæði milli grunnskólans og Mjólkurstöðvarinnar. Byggðarráð segir staðsetningu vallarins vera háða samþykki umhverfisnefndar.