Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2010 12:35

Ætlar ekki að þvinga fram sameiningu sveitarfélaga

Ögmundur Jónasson nýskipaður ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála ætlar ekki að lögbinda sameiningu sveitarfélaga, eins og forveri hans Kristján L Möller boðaði. Þetta kom fram þegar ráðherra ávarpaði aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fór í Ólafsvík sl. föstudag. Þessi stefnubreyting í málefnum sveitarfélaga í landinu vakti greinilega misjöfn viðbrögð þingfulltrúa. Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í pallborðsumræðum um eflingu sveitarstjórnarstigsins á fundinum, að ráðherraræðið, eða ráðherra einræðið í landinu eins og hann kallaði það væri óþolandi. Þegar samtök sveitarfélaga væru að vinna að ákveðnum verkefnum og eftir ákveðinni stefnu stjórnvalda þá kæmi næsti ráðherra í sömu ríkisstjórn og ákvæði upp á sitt eindæmi allt aðra stefnu.

 

 

 

Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við blaðamann Skessuhorns á þinginu að þessi stefnubreyting í ráðuneytinu væri klárlega slæm í framgangi þess samnings sem sveitafélögin væru að vinna að með ríkinu við eflingu sveitarstjórnarstigsins, þar með tilflutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Auk þess sem hvatinn til sameiningar sveitarfélaga yrði minni við þessa stefnubreytingu í ráðuneytinu, að mati Kristins.

Páll S.Brynjarsson fráfarandi stjórnarformaður SSV sem kynnti á þinginu nýja skýrslu um sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi sagði í pallborði um eflingu sveitarstjórnarstigsins, vera þeirrar skoðunar að áfram eigi að vinna að mögulegri sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi.

 

Minnti Ögmundur í ræðu sinni á að verkefnisstjórn um eflingu sveitarfélaga myndi kynna hugmyndir sínar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í lok mánaðarins. Meðal þess sem Ögmundur kom einnig inn á var að hann telur að endurskoða bæri reglur um stjórnun sveitarfélaga. Nauðsynlegt væri að hindra að einstaka sveitarfélög gætu með „gæluverkefnum sínum“ selt einstök fyrirtæki og þannig veikt innviði samfélagsins. Þingfulltrúar margir voru ekki í vafa um að þarna var ráðherrann að koma inn á margumrætt Magmamál.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is