Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2010 12:50

Þröng staða hins opinbera setti svip á þing SSV

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn var í Snæfellsbæ sl. föstudag og laugardag, setti þröng staða bæði ríkissjóðs og sveitarsjóða talsverðan svip á umræður og ályktanir. Í umræðunum var komið inn á hvernig sveitarfélögin geti haldið sinni stöðu í yfirvofandi niðurskurði á öllum sviðum hjá því opinbera. Þar stendur baráttan meðal annars um að halda inni framlögum ríkisins til atvinnuþróunarfélaga í landinu, endurgreiðslu á hluta tryggingagjalds og greiðslum til húsaleigubóta. 

 

 

 

 

Stórir og miklir málaflokkar voru til umfjöllunar og kynningar á þinginu. Efling sveitarstjórnarstigsins, yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og aðildarviðræður við ESB. Meðal gesta á þinginu voru ráðherrarnir Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson og þingmennirnir Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson og Ólína Þorvarðardóttir. Þingfulltrúum var að loknum þingstörfum á föstudag boðið í skoðunarferð um Snæfellsbæ við leiðsögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður í Hótel Ólafsvík, þar sem slegið var á léttar nótur eins og gjarnan er gert á þessum fundum.

 

Aðalfundarstörfum lauk síðan upp úr hádegi á laugardag að loknum samþykktum ályktana og kjöri nýrrar stjórnar, en miklar breytingar urðu á stjórn SSV, aðeins einn stjórnarmaður hélt áfram úr fyrri stjórn, Kristjana Hermannsdóttir í Snæfellsbæ. Sveinn Kristinsson á Akranesi var kosinn formaður nýrrar stjórnar en hún er auk þessa tveggja skipuð: Birni Bjarka Þorsteinssyni Borgarbyggð, Hallfreð Vilhjálmssyni Hvalfjarðarsveit, Sigríði Bjarnadóttur Borgarbyggð og Sigurborgu Kr. Hannesdóttur Grundarfirði.

 

Fjallað verður alla ítarlega um SSV þingið í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is