14. september. 2010 07:01
“Þetta var meiriháttar gaman en fiskurinn tók alveg á brotinu sem fellur úr lóninu og ég hef allavega verið með fiskinn á í hálftíma, ég var orðinn þreyttur. Ég sleppti fiskinum aftur því þetta var hrygna,” sagði Tómas Jónsson sem veiddi einn af stærri fisknum í lóninu í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum um helgina. “Ég var með flugustöng númer tvö og þetta var ótrúlega gaman. Var búinn að fá annan lax á sama stað daginn áður og hann tók líka fluguna. Ég veiði bara á flugu en það er fullt af laxi hérna og gaman að veiða í lóninu, laxinn stekkur um allt hérna. Pabbi missti bolta uppi í Staðarhólsánni áðan,” sagði Tómas. Hvolsá og Staðarhólsá hafa gefið yfir 200 laxa og lónið er svart af fiski.