Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2010 09:01

Endurbótum á Bíóhöllinni að ljúka

Endurbótum utanhúss á Bióhöllinni á Akranesi er nú að ljúka en múrverktakarnir MVM á Akranesi, sem séð hafa um síðasta áfangann, reikna með að ljúka sinni vinnu við anddyri hússins í þessari viku. Fyrir tveimur árum var skipt um járn á þaki hússins auk þess sem þakkantur var endurnýjaður. Þá hefur frárennsli hússins verið lagfært og búið að koma fyrir raflögnum fyrir lýsingu hússins að utan, sem þó verður ekki sett upp strax.

Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar, segir að kostnaður við að múrklæða húsið að utan með hraunsalla sé um 18 milljónir króna. Hann sagði áherslu hafa verið lagða á að hafa húsið sem upprunalegast að útliti og sagði almenna ánægju með hvernig tekist hefði til. Jón Pálmi sagði jafnfram að innanhúss hefðu ýmsar endurbætur verið gerðar og fleiri jafnvel í bígerð enda væru stöðug verkefni við þetta gömul hús ef vel ætti að vera.

Bíóhöllin á Akranesi átti 68 ára afmæli í liðinni viku en hún var tekin í notkun þann 10. september árið 1942 og er með elstu bíóhúsum landsins. Hún rúmar ríflega 300 manns í sæti og var gjöf hjónanna Ingunnar Sveinsdóttur og Haraldar Böðvarssonar útgerðarmanns til Akurnesinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is