15. september. 2010 08:02
Í þrígang var ekið á búfé á svæði lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Í óhöppunum urðu ekki slys á fólki og minniháttar tjón á ökutækjum, en búfénaður drapst, allt lömb. Þá átti sér stað ein útafkeyrsla þar sem ökumaður varð fyrir smávægilegum meiðslum. Tíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni.