Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2010 02:05

Ólust upp í skugga hersetu

Seinni heimsstyrjöldin er endalaus uppspretta söguritunar og umfjöllunar. Drjúgur kafli af sögu seinna stríðsins hér á landi gerðist í Hvalfirði. Þar var aðalbækistöð flotans og skipasiglinga til og frá landinu með tilheyrandi kafbátagirðingu og öryggisráðstöfunum fyrir sjófarendur. Nokkrar stöðvar setuliðsins voru við fjörðinn, þar á meðal tvær við Þyril. Önnur þeirra var í Þyrilsnesi. Samskipti hermanna þar voru talsvert við ábúendur á bænum Þyrli sem var þar skammt frá undir samnefndu fjalli. Þetta rifjaðist einmitt upp á dögunum þegar íbúðarhúsið á Þyrli var brennt og síðan í framhaldinu jafnað við jörðu. Jafngömul þessu húsi eru einmitt tvíburarnir frá Þyrli, Helgi og Guðrún Sigurðarbörn. Þau voru aðeins þriggja ára gömul þegar breska setuliðið kom í Hvalfjörðinn og átta ára þegar stríðinu lauk og herinn kvaddi. Þeirra bernska var því mjög óvenjuleg í nærveru herliðs, en að sögn þeirra beggja mjög ævintýraleg.

Sjá ítarlegt viðtal við systkinin frá Þyrli í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is