Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2010 06:48

Landsbyggð ætlað að skilja bæði þenslu og vandræði

Fulltrúar á aðalfundi SSV í Snæfellsbæ voru síður en svo sáttir við þá stöðu að útlit er fyrir að litlir peningar komi til vegaframkvæmda úti á landi næstu misserum. „Í góðærinu svonefnda vorum við á landsbyggðinni beðin að sýna skilning þeirri þenslu sem þá var á höfuðborgarsvæðinu. Nú þegar vandræði eru á höfuðborgarsvæðinu erum við líka beðin að sína biðlund,“ sagði Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ eftir að Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála hafði ítrekað að næstu stórverkefni í vegagerð yrðu væntanlega stórframkvæmdir út frá höfuðborginni og Vaðlaheiðargöng.

 

 

 

Kristinn lét mikið að sér kveða í umræðum á þinginu og sagði t.d. í sambandi við endurskoðun á reglum varðandi fjármál og stjórn sveitarfélaga, að þær reglur yrðu að virka í báðar áttir, líka gagnvart ríkinu, sem og önnur samskipti ríkis- og sveitarfélaga. Þá vék Kristinn einnig að mikilvægi þeirra stofnana sem tengjast starfsemi SSV; Símenntunarmiðstöðinni, Markaðsstofu Vesturlands og SSV - Þróun og ráðgjöf, en kynning á þeim tveimur fyrst töldu var á dagskrá þingsins. Kristinn sagði greinilegt af þeirri starfsemi sem Símenntunarmiðstöðin hefði staðið fyrir í Snæfellsbæ að hún væri að skila miklum árangri, enda menntun atvinnusköpun. Hann sagði líka greinilegt að þekking réði ferðinni í starfsemi Markaðsstofu Vesturlands og það væri til góðs. Kristinn hvatti til þess að árlega myndu ýmsir hagsmunaðilar, svo sem fulltrúar sveitarfélaga, hittast og halda sameiginlegan fund þar sem skipst væri á hugmyndum og skoðunum. Þessi tillaga Kristins var síðan sett inn sem hluti af ályktun þingsins um atvinnu- og byggðamál.

 

Sjá ítarlega frásögn af aðalfundi SSV í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is