Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2010 03:01

Nýliðarnir sigruðu í Snæfellsnessrallinu

Fimmta og næstsíðasta umferð Íslandsmótsins í rally fór fram laugardaginn 11. september síðastliðinn á Snæfellsnesi. Alls tóku 19 áhafnir þátt og tókst 16 þeirra að ljúka keppni. Keppnin hófst meðan enn var bjart en lauk ekki fyrr en klukkan ellefu um kvöld þegar allt var orðið myrkvað. Bræðurnir Þorsteinn Páll og Ragnar Sverrissynir á Subaru Impreza sigruðu í fjórhjóladrifsflokknum án forþjöppu (turbo) með nokkrum yfirburðum. Sighvatur Sigurðsson og Andrés F. Gíslason sigruðu í Jeppaflokki örugglega og feðgarnir Hlöðvar og Baldur sigruðu í flokki bifreiða með drifi á einum öxli. Mesta baráttan var hins vegar í opnum flokki bifreiða með drifi á öllum hjólum og forþjöppu. Margar áhafnir gerðu tilkall til sigurs en þegar í endamark var komið voru það heimamennirnir og nýliðarnir Einar Sigurðsson og Símon Grétar Rúnarsson á Audi Quattro S2 sem sigruðu eftir mikla baráttu um hverja einustu sekúndu.

Einar og Símon Grétar voru með besta tíma á fimm sérleiðum af þeim níu sem eknar voru og verður það að teljast góður árangur. Einungis 15 sekúndur skildu fyrsta og annað sætið af og spennan því mikil. Skessuhorn náði tali af sigurvegurunum úr Staðarsveitinni í síðustu viku.

 

 

Sjá ítarlegt spjall við þá félaga og myndir frá keppninni í Skessuhorni vikunnar, sem kom út í dag.

 

Sjá videóupptöku Elvars Arnar Reynissonar af akstri þeirra félaga HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is