Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2010 08:01

Nýtt málræktarátak Mjólkursamsölunnar

Nýtt málræktarátak hefur hafið göngu sína hjá Mjólkursamsölunni en í átakinu er áhersla lögð á nýyrði og nýyrðasmíðar auk þess sem fjallað er um nýyrði sem náð hafa fótfestu í málinu. Með þessu vill MS hvetja landsmenn til að nota íslensk orð í stað erlendra og vekja jafnframt áhuga á nýyrðasmíð á heimasíðu sinni, www.ms.is.

Á heimasíðunni er að finna fjölda af nýyrða og geta notendur kosið uppáhaldsnýyrðin og komið með ábendingar um önnur. Dregið verður úr innsendum hugmyndum á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember næstkomandi og eru glæsileg verðlaun í boði. Það sem er einnig nýnæmi á mjólkurfernunum að þessu sinni er samstarf Mjólkursamsölunnar við Lýðheilsustöð um birtingu á jákvæðum ábendingum um hreyfingu, hollt mataræði og geðheilsu.

Að sögn Baldurs Jónssonar verkefnastjóra hjá MS er vonast til að hið nýja málræktarátak veki mikla athygli og auki áhuga landsmanna á smíði nýrra íslenskra orða í stað þess að nota erlend orð. Skemmtilegar myndskreytingar eftir Halldór Baldursson gera það ennfremur að verkum að átakið nær til flestra aldurshópa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is