17. september. 2010 11:32
Veiðimenn sem enn eru í laxveiði, og Skessuhorn hefur rætt við, segja að mikið sé af laxi í öllum ám en hann sé tregur til að taka. Það á til dæmis við um Laxá í Leirársveit en þar er fiskurinn í torfum í mörgum hyljum. “Það er fullt af lasi um alla á en hann tekur lítið miðað við allt magnið. Það hefur lítið sem ekkert rignt þarna í sumar,” segir Óli Johnson annar að leigutökum Laxár í Leirársveit, er við spurðum um stöðuna í ánni. Svipaða sögu er víða að heyra í veiðiánum; það skortir úrkomu. Ytri-Rangá er á toppnum með um 5300 laxa og Eystri-Rangáin með 5280. Síðan er Þverá sem gæti náð 4000 löxum en áin er núna í 3800 löxum. Nú standa bændadagar þar yfir og hefur verið veitt í Liltu Þverá. Þar er talsvert af fiski en hann er tregur. Miðfjarðará er í fjórða sæti en hún hefur gefið 3520 laxa. Haffjarðará hefur gefið 1970 laxa og getur farið í 2000 laxa, veiðitíminn er ekki alveg úti þar.