Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2010 12:57

Áætlanir eru uppi um risaeldsneytisverksmiðju á Grundartanga

Morgunblaðið greinir frá því í dag að í undirbúningi sé bygging eldsneytisverksmiðju á Grundartanga sem framleiddi svokallað gervieldsneyti, eða gas sem búið yrði til úr blöndu af koldíoxíði, sem í þessu tilfelli fellur frá Járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, og vetni sem yrði framleitt með rafgreiningu á vatni, einnig í verksmiðjunni. Áætlanir gera ráð fyrir að verksmiðja þessi gæti orðið tilbúin árið 2014 og stefnt að því að hún framleiddi dímetýl-eter, litarlaust gas sem hægt er að nota sem eldsneyti. Í frétt Morgunblaðsins segir að Hiroaki Takatsu, framkvæmdastjóri verkfræði- og þróunardeildar japanska rafhlöðufyrirtækisins Tepco, staðfesti að undirbúningur þessa verkefnis sé kominn vel á veg. Hann er staddur hér á landi vegna ráðstefnunnar Driving Sustainability. Hann segir að eftir um eitt ár gætu framkvæmdir hafist. Haft er eftir aðstoðarforstjóranum að verkefnið hafi verið unnið í samráði við íslensk stjórnvöld. Verksmiðjan gæti skapað 150-250 störf á Grundartanga og kostar fullbúin 58 milljarða króna.

Framleiðslugetan verksmiðjunnar yrði um 500 tonn á dag og gæti það magn séð öllum íslenska skipaflotanum fyrir eldsneyti. Auk þess er áætlað að selja framleiðsluna til útlanda. Þótt gasið hentaði best sem eldsneyti á skip mætti einnig knýja lítið breyttar dísilvélar í bílum með því.

 

Staðsetning verksmiðjunnar á Grundartanga er talin einkar heppileg þar sem auðvelt er að fanga koldíoxíð sem frá Járnblendiverksmiðjunni fellur. Þá eru kolefnisskattar og væntanlegir kolefniskvótar taldir auka hagkvæmni slíkrar framleiðslu á eldsneyti og geti íslenskir aðilar fengið greidda sem nemur 10 bandaríkjadali á hvert tonn koltvíoxíðs sem nýtt yrði með þessum hætti, en koltvíoxíð er eins og kunnugt er stærsti áhrifavaldur gróðurhúsaáhrifa. Auk þess er haft eftir aðstoðarforstjóranum að umhverfisvæn orka, eins og Íslendingar framleiði, sé forsenda fyrir að verksmiðja sem þessi yrði reist.

 

Góð stórskipahöfn og skipulagt iðnaðarsvæði eru einnig forsendur sem styðja við staðsetningu verksmiðjunnar á Grundartanga.

  

Heimamenn ókunnugt um áformin

Þegar Skessuhorn hafði samband við Laufeyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar í dag kvaðst hún ekkert hafa heyrt um undirbúning þessarar verksmiðju fyrr en hún las frétt Morgunblaðsins í morgun. “Gott ef satt satt er, en kemur mér á óvart að hafa ekki heyrt eitt orð um þetta verkefni áður,” sagði Laufey.

Guðmundur Eiríksson verkefnisstjóri hjá Faxaflóahöfnum kannast við að þessir aðilar hafi spurst fyrir um land undir verksmiðjuna fyrir nokkrum misserum, en síðan hafi hann ekkert heyrt um framgang verkefnisins eða undirbúning. Ekki sé búið að taka frá land undir verksmiðjuna á Grundartanga en ef af þessum áformum verður þarf að breyta skipulagi iðnaðarsvæðisins þar sem um töluvert landfreka starfsemi yrði að ræða.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is