Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. september. 2010 11:08

Stórsigur Skagamanna á KA

Áhorfendur á Jaðarsbökkum á Akranesi urðu vitni að hálfgerðri flugeldasýningu og stórskemmtilegum leik þegar KA menn komu í heimsókn í síðustu umferð 1. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag. Leikurinn var mjög líflegur, bæði lið lögðu sig fram um að spila góða knattspyrnu og berjast og ekki vantaði mörkin í leiknum. Skagamenn, sem hafa verið í mikilli uppsveiflu seinni hluta sumars, léku við hvern sinn fingur og unnu stórsigur á norðanmönnum 5:1. ÍA liðið endaði í 5. sæti deildarinnar með 35 stig, fimm stigum neðar en Fjölnir sem varð í 4. sætinu og fimm stigum ofan við ÍR sem varð í sjötta sætinu. Það voru Víkingur Reykjavík og Þór Akureyri sem fóru upp úr deildinni, Leiknir sat eftir með lakari markatölu en Þór. Það voru hins vegar Njarðvík og Fjarðabyggð sem féllu í 2. deild.

Veðrið var eins og best verður á kosið á laugardaginn og leikmenn liðanna kunnu greinilega að meta það. Leikgleðin í fyrirrúmi og sóknarleikur í algleymingi. Það voru Skagamenn sem voru beittari og sköpuðu sér góð færi meðan sóknir norðanmanna runnu flestar út í sandinn. Bæði liðin voru þó búin að skora sitthvort markið sem dæmd voru af vegna rangstöðu þegar fyrsta löglega mark leiksins kom á 30. mínútu. Þá skoraði varnartengileiður ÍA liðsins Guðmundur Böðvar Guðjónsson eftir þunga sókn Skagamanna. Skömmu seinna blésu heimamenn aftur til stórsóknar sem endaði með því að vinstri bakvörðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson smellti boltanum af lofti frá vítateigshorninu með hægri í fjærhornið. KA-menn náðu síðan að klóra í bakkann skömmu síðar og skora þannig að staðan í hálfleik var 2:1 fyrir Skagamenn.

Framherjinn Gary Martin var mjög atkvæðamikill í ÍA-liðinu í fyrri hálfleiknum og hann bætti bara í eftir leikhléið. Fljótlega skoraði hann sitt fyrsta mark í leiknum og þriðja mark Skagamanna. Gary átti eftir að bæta við tveimur mörkum áður en yfir lauk, á 80. og 90. mínútu. Reyndar fiskaði hann á milli tveggja síðustu markanna vítaspyrnu sem Hjörtur Júlíus Hjartarson misnotaði. KA-menn börðust ágætlega framaf seinni hálfleiknum og höfðu greinilega vilja til að minnka muninn en síðasti fjórðungur leiksins var algjörlega eign heimamanna.

Skagamenn kvöddu sem sagt þetta sumar vel og frammistaða liðsins að undanförnu gefur vissulega fyrirheit um að vænta megi mikils að liðinu næsta sumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is