Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2010 08:01

Leikfélagið sunnan Skarðsheiðar endurvakið

Leiklistaráhugafólk í Hvalfjarðarsveit tók sig saman í lok síðasta mánaðar og endurvakti á fundi Leikfélagið sunnan Skarðsheiðar, sem legið hefur í dvala í allmörg ár. Ný stjórn í félaginu hefur ráðið hina þekktu söngkonu Margréti Eir sem leikstjóra fyrir sýningu vetrarins sem ákveðin verður áður en langt um líður. Máni Björgvinsson formaðurinn í nýju stjórninni segir að enn sem komið er sé leikhópurinn fámennur en áhugasamir og það vanti fleira áhugasamt fólk í félagið.

„Við vonumst til að fá fleiri áhugasama til liðs við okkur svo að hægt sé að fara að ákveða verkefni vetrarins. Stefnan er sett á líflegt stykki sem byggir bæði á leik og söng,“ segir Máni.

Margrét Eir úrskrifaðist úr leiklistarskóla í Bandaríkjunum fyrir rúmum tíu árum og hefur stýrt nokkrum skólasýningum til þessa. Það mun hafa verið Popppunkts stjórinn Felix Bergsson, sem oft hefur skemmt í Hvalfjarðarsveitinni, sem mælti með Margréti sem leikstjóra hjá Leikfélaginu sunnan Skarðsheiðar. Segir Máni formaður félagsins tilhlökkun hjá leikhópnum að vinna með Margréti Eir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is