Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2010 12:44

Snæfell í undanúrslit Lengjubikarsins

Karlalið Snæfells komst í undanúrslit Lengjubikarsins í körfubolta með sigri á Fjölni í íþróttahúsinu í Stykkishólmi sl. sunnudag. Undanúrslitaleikurinn fer fram annaðkvöld, miðvikudag, í Hólminum og mætast þá gömlu erkifjendurnir Snæfell og Grindavík. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Keflavík og KR. Kvennalið Snæfells féll hinsvegar út úr Lengjubikarnum sl. föstudagskvöld þegar Snæfellskonur töpuðu 74:59 fyrir Keflvíkingum suður með sjó.

 

 

 

 

 

Snæfellingar voru með fimm stiga forystu gegn Fjölni í hálfleik og eftir jafnan þriðja leikhluta gáfu heimamenn í á lokafjórðungnum og sigruðu 94:76. Þeir Emil Þór Jóhannsson og Ryan Amorosu voru atkvæðamestir hjá Snæfelli. Emil skoraði 21 stig og tók sjö fráköst og  Ryan 20 stig og tók 12 fráköst. Þá var Sean Burton einnig mjög sterkur, skoraði 17 stig, tók sjö fráköst og átti fimm stoðsendingar. Hjá Snæfelli var ný leikmaður á leikskýrslu. Það var Lauris Mizis 21 árs framherji frá Lettlandi og er hann hjá Snæfelli til reynslu. Lauris átti ágætan leik á móti Fjölni, skoraði 10 stig og hirti átta fráköst.

 

Snæfellskonur höfðu í fullu tré við Keflvíkingar í fyrri hálfleik og voru aðeins tveimur stigum undir í leikhléinu. Í seinni hálfleikum skyldi síðan á milli liðanna og lauk leiknum með öruggum sigri Keflavíkur 74:59. Stig Snæfells í leiknum skoruðu: Inga Muciniece 16 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir og Jamie Marie Braun 11, Björg Guðrún Einarsdóttir 10, Berglind Gunnarsdóttir 6 og Sara Mjöll Magnúsdóttir 5.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is