Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. september. 2010 02:02

Skagamenn verði fremstir í ávaxtaræktun hér á landi

Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur tók á móti Umhverfisverðlaunum skipulags- og umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar árið 2010 í gær. Jón hlaut þessa viðurkenningu ásamt eiginkonu sinni Katrínu Snjólaugsdóttur fyrir eftirtektarvert framtak, elju og árangur við ræktun óhefðbundinna og framandi ávaxtategunda við aðstæður sem hafa verið taldar óblíðar og erfiðar til ræktunar. Fáir garðar á Íslandi geta sýnt fram á jafn fjölbreytilega uppskeru og garðurinn að Vesturgötu 73, þar sem þau hjón búa, en þar vaxa meðal annars ávextir svo sem kirsuber, hindber, plómur, perur, epli og að auki fjölmargar grænmetistegundir.

 

 

 

Þess má geta að í ágúst síðastliðnum birti Skessuhorn umfjöllun um garðinn að Vesturgötu 73 þar sem Jón sagðist meðal annars vera að prófa sig áfram með ýmis yrki til að sjá hvað virki best á Íslandi. Jón þakkaði kærlega fyrir verðlaunin og sagðist vonast til þess að þau verði íbúum Akraness hvatning til aukinnar ræktunar. Hann sagði Skagamenn hafa aðstæður til þess að verða jafnvel fremstir í ávaxtaræktun hér á landi.

 

 

Á myndinni er Jón Guðmundsson að taka við viðurkenningu skipulags- og umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar frá Guðmundi Þór Valssyni formanni nefndarinnar. Til hægri á myndinni er nýráðinn bæjarstjóri Akraness, Árni Múli Jónasson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is