Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2010 09:01

Omnis þjónusta og Ríkiskaup semja

Í gær skrifuðu Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri Omnis þjónustu ehf. og Júlíus S. Ólafsson forstjóri Ríkiskaupa undir rammasamning um tækniþjónustu. Omnis þjónusta var valið úr hópi margra þekktra tækniþjónustufyrirtækja eftir útboð og byggði valið meðal annars á verði, tæknilegri þekkingu og getu, innra verklagi og vottunum. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður vegna tækniþjónustu, en hann þýðir í raun að aðilum rammasamnings, sem eru ríkisstofnanir og fjölmörg sveitarfélög, er óheimilt að leita til annarra aðila með tækniþjónustu en þeirra tækniþjónustufyrirtækja sem valin voru af Ríkiskaupum að loknu útboði.

Útboðið skiptist í nokkra flokka, svo sem hýsingarþjónustu, afritunarþjónustu, viðveru tæknimanna og þjónustuborð. Omnis þjónusta var valið í flokknum viðvera tæknimanna ásamt þremur öðrum tækniþjónustufyrirtækjum, Opnum kerfum, Þekkingu og Skyggni.

 

Eggert Herbertsson segir það ánægjulegt fyrir opinbera aðila á Vesturlandi að fyrirtæki í heimabyggð hafi valist til að sinna tækniþjónustu.  Mun hagkvæmara er að nýta sér þjónustu heimaaðila þar sem ferðakostnaður er mun lægri og tímataxtar einnig mun lægri en stórfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu bjóða. „Við munum í upphafi beina kröftum okkar að Vesturlandi en í framtíðinni munum við einnig bjóða opinberum stofnunum annars staðar á landinu þjónustu okkar. Ríkiskaup gerir miklar kröfur til sinna viðsemjenda og því er þessi samningur mikil viðurkenning á starfi fyrirtækisins og ekki síst starfsmönnum þess.“

 

Eggert segir að á næstu vikum muni starfsmenn Omnis þjónustu setja sig í samband við opinbera aðila á Vesturlandi og kynna það sem fyrirtækið hefur uppá að bjóða og innihald rammasamningsins. Starfsmenn Omnis og Omnis þjónustu  eru í dag 20 talsins á Akranesi, í Borgarnesi og í Reykjanesbæ og segist Eggert vonast til þess að þeim fjölgi í kjölfar samningsins við Ríkiskaup.

 

Á myndinni eru Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri Omnis og Guðrún Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum að staðfesta rammasamninginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is