Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2010 10:05

Segir laun í fiskvinnslu verkalýðshreyfingunni til skammar

Frétt hér á Skessuhornsvefnum í morgun, þess efnis að erfiðlega gangi að manna störf í fiskvinnslu á Snæfellsnesi, hefur síðan farið eins og eldur í sinu um fréttamiðla. Vekur það athygli að á sama tíma og atvinnuleysi ríki, sækist fólk ekki eftir störfum í greininni. Lágum launatöxtum í samanburði við atvinnuleysisbætur er kennt um. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það verða að vera forgangsverkefni í komandi kjarasamningum að launakjör fiskvinnslufólks verði lagfærð með afgerandi hætti, enda séu allar forsendur til staðar í dag fyrir slíkri hækkun. “Fiskvinnslan er að fá mun meira fyrir sínar afurðir sökum gengisfalls krónunnar í kjölfar bankahrunsins og í komandi kjarasamningum vill VLFA sjá að kjör fiskvinnslufólks verði löguð jafnvel um tugi prósenta,” segir Vilhjálmur.

Hann segir að byrjandi í fiskvinnslu sem orðinn er tvítugur hafi í grunnlaun 167.500 krónur. Meðaltalsbónus í fiskvinnslu í dag sé í kringum 200 krónur þannig að heildarlaun hans eru 202.166 kr. Að frádregnum sköttum og opinberum gjöldum eru þetta útborguð laun kr. 164.026. Fiskvinnslukona sem starfaði hefur í 20 ár hefur í grunnlaun í dag kr. 174.500. Að viðbættum meðaltalsbónusi eru heildarlaun hennar kr. 209.166. Að frádregnum sköttum og opinberum gjöldum nema útborguð laun kr. 168.175. “Það að kona sem er búin að vinna í 20 ár í fiskvinnslu sé einungis með um 7.000 kr. meira í grunnlaun en byrjandi er algerlega óásættanlegt. Auk þess er grundvallaratriði að launakjör fiskvinnslufólks í þessari undirstöðuatvinnugrein okkar Íslendinga verði lagfærð.  Þessi kjör fiskvinnslufólks er atvinnurekendum og okkur í verkalýðshreyfingunni til skammar,” segir Vilhjálmur Birgisson.

 

Sjá nánar á www.vlfa.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is