22. september. 2010 04:01
Á morgun, fimmtudaginn 23. september, eru 100 ár frá því að „Borgarfjarðarlæknirinn” Þórður Oddsson fæddist, og eftir liðlega mánuð jafn langt frá fæðingu eiginkonu hans, Sigrúnar Kærnested. Þórður var héraðslæknir í Borgarfirði í aldarfjórðung, frá 1950 til 1975. Fyrst á Kleppjárnsreykjum, þá í Borgarnesi og loks á Akranesi. Embættisferill Þórðar var því einstaklega borgfirskur og standa margir Borgfirðingar í þakkarskuld við hann og þau hjón bæði. Ritstjórn Skessuhorns fannst því við hæfi að minnast þeirra á þessum tímamótum og var í tilefni af þessum tímamótum unnin grein í samvinnu við son hans, Óla H. Þórðarson, sem þekktur er fyrir störf sín að umferðarmálum.
Greinin birtist í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.