Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2010 08:01

Brúin yfir Reykjadalsá að hruni komin

Vegfarendur um brúna yfir Reykjadalsá við Kleppjárnsreyki í Borgarfirði hafa tekið eftir því að mishæð er komin þar sem vegurinn mætir brúnni. Einn þeirra gerði sér ferð niður fyrir brúna og sá þá hverjar skýringarnar voru. Steypt undirstaða undir brúargólfið að norðanverðu er krosssprungin og af þeim sökum hefur brúargólfið sigið. Þungatakmarkanir eru um brúna því hún ber ekki þann þunga sem stofnvegakerfið gerir almennt.  Á vegaáætlun næsta ár eru einungis tvö stærri verkefni á Vesturlandi. Það er ný brú yfir Haffjarðará á Snæfellsnesi annars vegar og brú yfir Reykjadalsá hins vegar.

Magnús Valur Jóhannsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sagði í samtali við Skessuhorn að fram undir þetta hefði staðið til að byrja fyrst á byggingu nýju brúarinnar yfir Haffjarðará, en hann sagði að ekki væri búið að ná samningum við landeigendur um það verk og því gæti allt eins farið að byrjað yrði á brúnni yfir Reykjdalsá á undan og þá líklega strax í vetur. Bæði þessi verk þyrftu að vinnast utan laxveiðitímans. Sagði Magnús Valur það væntanlega myndi skýrast innan skamms hvor brúin yrði byggð undan.  Au þess að byggja nýja brú yfir Reykjadalsá verður veginum breytt nokkuð og ný vegamót gerð í stað þeirra sem í daglegu tali eru kölluð Grófarvegamót.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is