Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2010 09:01

Missti fingurinn í göngum

„Ég var nýlega lagður af stað seinni daginn í göngunum, sat á mínum hesti með einn í taumi þegar þetta gerðist. Hesturinn kippti í tauminn og eins og ósjálfrætt þá kippti ég á móti. Það hafði komið lykkja á tauminn og hún brugðist upp á fingurinn. Ég stökk af baki og ætlaði að ná hestinum sem reif tauminn af mér, tók ekki eftir neinu í fyrstu en sá svo að puttinn bara lafði niður. Ég sá að það þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ sagði Hörður Ívarsson í Borgarnesi, sem sl. sunnudag varð þumalfingri vinstri handar fátækari í göngum Hraunhreppinga í Hítardal á Mýrum. Hörður var þarna í sínum 55. göngum, þar af þeim 44. á þessu svæði án þess að verða fyrir nokkru óhappi.

 

 

 

Hörður var á áttunda tímanum á sunnudagsmorgun staddur rétt austan Hítarhólms og í þann mund að taka stefnuna upp í Þórarinsdal þegar óhappið átti sér stað. „Það voru strákar þarna skammt á eftir mér og eftir að hafa ráðfært mig við þá og þeir hjálpað mér á bak, reið ég niður í gangnamannakofann við Hítarvatn. Þaðan var mér svo ekið til Reykjavíkur á slysavarðstofuna. Ég var kominn þangað um tíuleytið og fékk góðar móttökur. Þeir voru fljótir að ákveða að það myndi ekki þýða að reyna að græða puttann á og núna er ég bara með neðsta köggulinn eftir. Það er svo sem lán í óláni að þetta skyldi gerast þetta seint á ferlinum,“ segir Hörður sem nýlega varð 67 ára og er því kominn á eftirlaun. Hann hafði verið atvinnulaus um tíma, var einn margra sem missti vinnuna hjá Loftorku fyrir nokkrum misserum, en á árum áður var Hörður bóndi í Hraunhreppnum.

Hörður var síðan mættur við Hítardalsrétt um fimmleytið á sunnudeginum þegar safnið var að koma til réttar, en þar var síðan réttað á mánudeginum. „Ég var aldrei neitt kvalinn út af þessu óhappi með fingurinn og mér líður bara ágætlega. Finn ekki fyrir neinu en veit af því að það vantar einn fingur,“ sagði Hörður í spjalli við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is