Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. september. 2010 11:28

Telja aðildarviðræður við ESB orðnar að aðlögunarferli

Bændasamtök Íslands hafa sent utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðar í samningaferlinu við Evrópusambandið (ESB) verði skýrð. “Að mati samtakanna hafa bæði stjórnvöld og ESB þrýst verulega á um að stjórnsýsla og löggjöf verði aðlöguð að reglum sambandsins á meðan á aðildarviðræðum stendur og áður en aðildarumsókn hefur fengið stjórnskipulega meðferð. Ef fram fer sem horfir verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild marklaus enda verði búið að innleiða regluverk Evrópusambandsins hér á landi áður en til hennar kemur,” segir í frétt Bændasamtakanna um málið.

27. júlí í sumar samþykkti ESB að hefja aðildarviðræður við Ísland. Með því eru orðin þáttaskil í því ferli sem hófst með umsókn Íslands um aðild í júlí í fyrra. “Nokkur umræða hefur orðið um hvað felst í því að hefja formlega viðræður. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur staðhæft að sé nauðsynlegt að breyta lögum eða stjórnsýslu hér á landi vegna mögulegrar aðildar yrði það ekki gert fyrr en eftir að aðild yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðrir hafa haldið því fram að aðlögun að ESB sé í raun hafin í ljósi þess að nú þegar þurfi að hefja undirbúning innleiðingar löggjafar og stofnanakerfis ESB. Meðal þeirra sem hafa haldið þessu fram eru Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Bændasamtökin hafa tekið undir þann málflutning.

Á fundum með sérfræðingum á vegum Evrópusambandsins hefur komið skýrt fram að ef nauðsynleg stjórnsýsla er ekki fyrir hendi við aðild Íslands að ESB munu bændur einfaldlega ekki njóta þess stuðnings sem sameiginlega landbúnaðarstefna ESB veitir þeim rétt á fyrr en henni hefur verið komið á. Í almennri afstöðu ESB til aðildarviðræðna við Ísland sem lögð var fram 27. júlí síðastliðinn kemur einnig fram að hraði samningaviðræðna við Ísland muni ráðast af því hve vel Íslandi tekst að uppfylla kröfur vegna aðildar. Þá segir einnig að Ísland verði að tryggja að stofnanir verði efldar nægilega til að hrinda regluverki ESB í framkvæmd með skilvirkum hætti með góðum fyrirvara áður en til aðildar kemur.”

 

Andstætt varnarlínum BÍ

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna segir ljóst að samningaferlið feli í sér aðlögun að reglum ESB. Það eigi ýmist að gerast strax eða mjög fljótlega þó um einhver atriði ríki óvissa um hversu hart ESB ætli að ganga fram. „Það hefur verið staðfest í vinnu samningahóps Íslands um landbúnaðarmál að reglur ESB ganga gegn varnarlínum þeim sem Bændasamtökin hafa dregið upp. Aðlögun að stjórnkerfi ESB vegna aðildarumsóknarinnar er þegar hafin í ýmsum málaflokkum. Það er í fullri andstöðu við það sem sagt var þegar umsókn Íslands um aðild var send. ESB virðist líta svo á að Ísland verði aðildarríki og fjöldi starfsmanna sambandsins hefur það eitt hlutverk að vinna að þeirri niðurstöðu. Við bændur krefjumst þess því að tekin verði af öll tvímæli um þessi mál og staða landbúnaðar í aðildarviðræðunum verði skýrð hið fyrsta,“ segir Haraldur Benediktsson í frétt frá Bændasamtökum Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is