Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2010 07:01

Skemmdir eftir fjórhjól í Garðalundi

Talsverðar gróðurskemmdir eru nú að sjá í almenningsgarðinum Garðalundi á Akranesi. Skemmdirnar eru greinilega vegna umferðar fjórhjóls eða fjórhjóla og snúninga ökumanna þeirra á svæðinu. Trjáplöntur hafa orðið fyrir barðinu á ökumönnum hjólanna og hefur graslendið verið spænt upp. Það vill þó til að jarðvegur í garðinum er þéttur og þurr og er því tjónið minna en ella hefði orðið. Einn af gestum garðsins, Georg Einarsson á Akranesi, hitti fólk sem var á gönguferð í garðinum. Sagðist það hafa átt fótum sínum fjör að launa þegar fjórhjól kom á fullri ferð eftir stígnum.

 

 

 

Georg fór með blaðamanni Skessuhorns í garðinn og sýndi honum ummerki, en greinileg merki eru um að ekið hafi verið utan í tré, ljósastaur skekktur og einnig er eitt borðanna við grillaðstöðuna í garðinum brotið. Umferð vélknúinna tæki um Garðalund er að sjálfsögu bönnuð eins og á öllum fólkvöngum. „Þetta eiga allir að vita,“ segir Georg, en þess má geta að vegna framkvæmda í garðinum í sumar, aðallega vegna Viskubrunns verkefnisins, eru nú engin skilti uppi og garðurinn opnari á fleiri stöðum en áður.

 

Tómas Guðmundsson verkefnisstjóri Akranesstofu sagði í samtali við Skessuhorn greinilegt að gera yrði allt til þess að hefta umferð vélknúinna tækja inn í Garðalund og Garðavöll sem er þarna við hliðina. Koma þyrfti upp bæði skiltum og lokuðum hliðum, þótt ekki yrði nema til bráðabyrgða. Skemmdirnar í Garðalundi hafa verið tilkynntar til lögreglu. Lögreglan á Akranesi vill koma þeim ábendingum til bæjarbúa að tilkynna verði það vitni að skemmdarverkum í Garðalundi sem og annarstaðar í bænum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is