Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. september. 2010 01:20

Hvalveiðivertíðinni er að ljúka

Síðustu langreyðarnar á þessari hvalveiðivertíð komu í Hvalstöðina í Hvalfirði í nótt og í morgun. Fréttavefur RUV greindi frá því í hádeginu að nú sé verið að flensa síðasta hvalinn. Þar með er búið að veiða 148 dýr í ár en kvótinn var 150 langreyðar.  Aðeins vantar tvö dýr upp á að fylla kvóta ársins en að auki var heimild til að veiða 25 langreyðar til viðbótar, sem var óveiddur kvóti frá í fyrra. RUV hefur eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóri Hvals að ákveðið hafi verið að hætta nú þar sem veðurspá sé slæm og birtutíminn orðinn stuttur. Þess má geta að jafndægur að hausti var í gær og því er dagurinn nú orðinn styttri en myrkrið. Kristján segir vertíðina hafa gengið vel, veður hafi verið gott og hvalurinn hafi legið nærri landi svo túrarnir hafi verið stuttir. Loks segir Kristján að stefnt sé að því að byrja snemma næsta sumar þó erfitt sé að gera áætlanir fram í tímann þegar hvalveiðar séu annars vegar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is