Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2010 11:01

Styttist í stóðrétt í Víðidalstungu

Húnvetningar búa sig nú undir stóðsmölun og stóðrétt í Víðidalstungurétt um næstu helgi. Boða þeir til hátíðar af því tilefni. Hefst hún klukkan 17.30 á fimmtudaginn með sölusýningu á Gauksmýri. Föstudaginn 1. október er stóðinu smalað til byggða. Gestir sem ætla að taka þátt í smöluninni fara af stað frá Hrappstöðum um kl. 10. Þeir sem ætla að vestan mæta í Valdarásrétt um hádegi. Um kvöldið er kjörið að fá sér kjötsúpu í Víðigerði eða hjá þeim heiðurshjónum Siggu og Jóa á Gauksmýri. Á laugardag verður grillhlaðborð á Gauksmýri og vissara að panta í síma 451-2927.  Laugardaginn 2. okt. er stóðið rekið til réttar stundvíslega kl. 10 og hefjast þá réttarstörf.

Í réttinni stendur Kvenfélagið Freyja fyrir happdrætti og fæst miði með því að versla veitingar af félaginu. Aðalvinningurinn er folald. Í Víðidalstungurétt mjá jafnan sjá fjölda efnilegra unghrossa. Búst má við uppboði á völdum hrossum þar sem hægt verður að nálgast draumahestinn á viðráðanlegu verði. Á laugardagskvöld er dansleikur í Víðihlíð þar sem hljómsveit Geirmundar heldur uppi sveiflunni eins og honum einum er lagið. Verið velkomin í Víðidal.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is