Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. september. 2010 01:23

Snæfell Lengjubikarmeistari

Leikmenn Snæfells í Stykkishólmi byrja tímabilið vel. Þeir urðu Lengjubikarmeistarar í gær þegar þeir lögðu KR að velli í hörku úrslitaleik í Laugardalshöllinni 97:93, eftir að KR-ingar höfðu leitt með sama mun í leikhléinu 51:47. Nokkur haustbragur þótti á leik liðanna og framlag leikmanna misjafnt. Það var Pálmi Freyr Sigurgeirsson sem fór fyrir sínum mönnum í Snæfelli, skoraði 33 stig og tók sex fráköst.  Snæfell byrjaði betur í leiknum og komst í 7:0 áður en miðherjinn Fannar Ólafsson kom KR á blað. Vesturbæingar voru þó fljótir að jafna sig og minnkuðu muninn í 9:8 en það voru Hólmarar sem leiddu 24:21 að loknum fyrsta leikhluta.

 

 

 

 

Hreggviður Magnússon var með fína innkomu af bekknum í byrjun annars leikhluta hjá KR og Atli Rafn Hreinsson sömuleiðis í liði Snæfells. Sean Burton Snæfellingur fékk sína þriðju villu snemma í öðrum leikhluta og sást lítið það sem eftir var fyrri hálfleiks, slíkt hið sama má segja um Fannar Ólafsson KR-ing en nokkur harka var á þessum tíma í leiknum.

 

Pálmi hélt Snæfelli á floti í þriðja leikhlutanum en þá voru KR-ingar með frumkvæðið í leiknum. Það var síðan Sean Burton sem svaraði kallinu á lokakafla leiksins og skoraði þá drúgt fyrir Snæfell. Á lokasekúntunum tryggði síðan Atli Rafn Hreinsson sigur Snæfells með tveimur skotum af vítalínunni.

 

Pálmi Freyr Sigurgeirsson var eins og áður segir stigahæstur hjá Snæfelli með 33 stig. Jón Ólafur Jónsson kom næstur með 20 stig og 7 fráköst, Sean Burton skoraði 18 stig, Atli Rafn Hreinsson gerði 10 og tók 6 fráköst, Lauris Mizis 9 stig og 5 fráköst, Ryan Amaroso 6 stig og 6 fráköst og Emil Þór Jóhannsson skoraði aðeins eitt stig. Hjá KR var Hreggviður Magnússon sigahæstur með 24 stig og Pavel Ermolinskij skoraði 17 stig og tók jafnmörg fráköst.Snæfell komst í úrslitaleikinn sl. sunnudag efir að hafa lagt Grindvíkinga 101:98 stigum í hörkuleik í undanúrslitum í Hólminum sl. miðvikudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is