Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. september. 2010 01:10

KSÍ skyldar Víkinga að koma upp áhorfendastúku

„Ég er ósáttur við að knattspyrnusambandið skuli ekki á tímum eins og þessum, þegar staða sveitarfélaga er þröng, sýna tilslökun frá sínu leyfiskerfi. Hér hefur umgjörð leikja alltaf verið góð og aðstaða fyrir áhorfendur ágæt, aðkomufólk sem hingað hefur komið á leiki aldrei kvartað undan aðstöðunni þótt hér séu ekki föst áhorfendasæti við völlinn,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Nú þegar Víkingar eru aftur komnir upp í 1. deild setur KSÍ fram stífa kröfu um að félagið komi upp áhorfendastúku við Ólafsvíkurvöll með föstum sætum fyrir 300 áhorfendur. Forráðamenn Víkings funda með KSÍ forustunni á næstu dögum vegna þessa, en sú staða blasir nú við að Víkingar fái ekki að óbreyttu að spila sína heimaleiki í Ólafsvík næsta sumar.

 

 

 

 

 

Síðast þegar Víkingar spiluðu í 1. deild, í fyrra og sumrin þar á undan var félagið á undanþágu með stúkumálin, en nú finnst forráðamönnum KSÍ ekki lengur stætt á því að veita áframhaldandi undanþágu. Kristinn bæjarstjóri sagði í samtalinu við Skessuhorn vera þeirrar skoðunar að miðað við stöðuna í þjóðfélaginu í dag, væri vel forsvaranlegt að veita umþóttunartíma, enda áhorfendur í Ólafsvík ekkert öðruvísi en á Ísafirði eða Bolungarvík, en lið Vestfirðinganna fær líklega undaþágu fyrsta sumarið í 1. deildinni.

„Það er dýrt fyrir samfélagið að fara upp um deild og við þurfum hér að ráðast í ýmiss verkefni, en vitaskuld er stutt í að stúkan komi,“ segir Kristinn. Kostnaður við umrædda áhorfendastúku er áætlaður um 30 milljónir króna, þar af greiði mannvirkjasjóður KSÍ um 10 milljónir króna. Áætlað er að stúkan við Ólafsvíkurvöll rísi í brekkunni undir svölunum þar sem farið hefur vel um áhorfendur til þessa og mun gera það áfram, að sögn Kristins bæjarstjóra í Snæfellsbæ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is