Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2010 11:01

Formlegt söluferli Límtrés Vírnets hafið

Í morgun birtist auglýsing í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu þar sem Landsbankinn býður iðnfyrirtækið Límtré Vírnet til sölu. Söluferli fyrirtækisins er því hafið og geta allir áhugasamir fjárfestar sem sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 250 milljónir króna og viðeigandi þekkingu og reynslu af fjárfestingum og rekstri lagt fram tilboð. Eins og Skessuhorn hefur skýrt frá var nýlega stofnaður vinnuhópur heimamanna í Borgarbyggð sem er ætlað kanna hvort áhugi og vilji sé til staðar meðal íbúa í Borgarbyggð til að taka þátt í kaupum á Límtré Vírneti ehf. með það að markmiði að eignarhald á þessu rótgróna félagi færist aftur í hérað.

 

 

 

 

Í auglýsingunni segir að “Límtré Vírnet ehf. er öflugt fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu fyrir byggingariðnaðinn. Aðalstöðvar Límtrés Vírnets ehf. eru í Borgarnesi og þar eru framleiddar klæðningar, áfellur og saumur, auk þess sem þar er blikksmiðja, járnsmiðja og rafmagnsverkstæði. Á Flúðum er límtrésverksmiðja félagsins, í Reykholti er yleiningaframleiðsla en söluskrifstofa og lager eru í Kópavogi.” Frestur til að skila inn tilboði í félagið rennur út miðvikudaginn 20. október næstkomandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is