Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. september. 2010 02:01

Bótaþegum fjölgar á Akranesi

Þörf á fjárhagslegri aðstoð á Akranesi hefur aukist verulega síðustu mánuði og ár, eða frá bankahruni. Ef borinn er saman júlímánuður 2009 við sama mánuð í ár hefur bótaþegum fjölgað yfir 100% og svo virðist sem bótaþegum haldi áfram að fjölga ef miðað er við fjölda umsókna um fjárhagsaðstoð nú í september. Í júlí 2009 fengu 27 einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustunni á Akranesi. Af þeim fengu tólf fulla grunnfjárhæð en aðrir hlutfall af grunnfjárhæð á móti tekjum. Í júlí 2010 fengu hins vegar 62 einstaklingar eða fjölskyldur fjárhagsaðstoð og af þeim fengu 21 fulla grunnfjárhæð. Stærsti hópurinn sem leitar til félagsþjónustunnar er einstæðar mæður en þar á eftir koma einhleypir karlmenn.

Skessuhorn ræddi nýverið við Sveinborgu Kristjánsdóttur félagsmálastjóra um hinar dökku hliðar efnahagsástandsins. Sjá viðtalið í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is