29. september. 2010 04:01
Snorri Þorsteinsson frá Hvassafelli hóf kennslu í Samvinnuskólanum þegar skólinn var fluttur að Bifröst árið 1955 og var þar samferða Guðmundi Sveinssyni, sem þá varð skólastjóri og í 19 ár til 1974 að báðir hættu, en síðustu árin var Snorri yfirkennari. Eftir það varð hann fræðslustjóri Vesturlands allt þar til það embætti var lagt niður þegar sveitarfélögin yfirtóku grunnskólana. Síðustu árin veitti hann svo Skólaskrifstofu fyrir Vesturland, utan Akraness, forstöðu en hún var stofnuð í kjölfar yfirtöku sveitarfélaganna á grunnskólunum í fjögur ár. Þar starfaði hann til sjötugs, hætti árið 2000. „Þá var ég kominn á tamp ef svo má segja og orðinn löggilt gamalmenni,“ segir Snorri. Áttræður að aldri hefur hann enn nóg fyrir stafni við ritstörf og félagsmál.
Ítarlegt viðtal birtist við Snorra í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.