Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. september. 2010 07:01

Uppreisnarmaðurinn sem varð bóndi

Hann hefur alltaf þótt hafa ákveðnar skoðanir bóndinn í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi, Sigurður Þ. Helgason. Hann fæddist í hreppnum árið 1940, um það leyti sem hermangið var að byrja hér á landi. Sigurður þurfti svo barnungur að fylgja foreldrum sínum til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu um tíma í bragga við Bræðsluveg í Laugarneshverfi. Hann sætti sig ekki við að fara úr sveitinni og beitti sínum aðferðum við að komast þangað aftur. Sigurður tók virkan þátt í félagsstarfi Æskulýðsfylkingarinnar og þar með átökum við unga Heimdellingum þegar þeir gerðu aðsúg, meðal annars að ræðumönnum í lok Keflavíkurgöngu.  „Um tíðina hefur alltaf eitthvað klofið þessa þjóð í herðar niður. Fyrst var það innrás hersins og inngangan í Nato og núna síðast Icesave og Evrópusambandið. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að þeir sem vinna með höndunum, að verðmætasköpun í þjóðfélaginu, eigi að kjósa þann flokk í landinu sem lengst er til vinstri, annars eru þeir að kjósa á móti sjálfum sér,“ segir Sigurður bóndi í Hraunholtum sem í sumar hélt upp á 70 ára afmæli í hópi vina og sveitunga á Grund í sömu sveit.

Sigurður og kona hans Sesselja Þorsteinsdóttir hafa á seinni árum verið að draga sig út úr búskapnum í Hraunholtum og við tekið elsta barn þeirra af sex, Sigríður Jóna og maður hennar Ásberg Jónsson.

 

 

Sjá viðtal við Sigurð í Hraunholtum í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is