Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2010 08:01

Ónógt vatn tefur að framkvæmdir geti hafist við Miðaldaböð

Um skeið hafa verið uppi hugmyndir um að reisa Miðaldaböð við Deildartunguhver í Reykholtsdal. Staða verkefnisins er sú að viðskiptaáætlun liggur fyrir, sem og teikningar, og fjárfestar hafa sýnt verkefninu áhuga. Hins vegar er staðan sú að ekki virðist vera fyrir hendi nægilega mikið vatn fyrir böðin. Deildartunguhver er fullnýttur en hann hitar upp hús á Akranesi, Borgarnesi og hluta af dreifbýli í héraðinu. Þeir sem vinna að verkefninu hafa treyst á að Orkuveita Reykjavíkur geti útvegað það vatn sem til þarf en nú er óljóst hvort það gengur eftir. Þess má geta að Deildartunguhver er vatnmesti hver í heimi og er áhugi ferðamanna á honum mikill. Um 80 þúsund manns heimsækja hann ár hvert en þar hefur þó ekkert verið um að vera annað en að skoða hverinn og umhverfi hans.

Ítarlega er fjallað um hugmyndir um Miðaldaböðin í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is