Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2010 09:28

Kanna grundvöll fyrir sjóferðum um Hvalfjörð

Á frumkvöðlasmiðju á Akranesi, sem nú stendur yfir, vinnur einn hópur að viðskiptaáætlun um sjóferðir um Hvalfjörð. “Skerjasýn eru sjóferðir um Hvalfjörð, en slíkar ferðir hafa ekki verið í boði áður. Ferðir eins og þessar gætu því orðið kærkomin upplyfting fyrir landann og/eða erlenda ferðamenn. Þetta yrði fróðleiksmoli um ókannaðar slóðir Hvalfjarðar sem á sér merka sögu. Fjörðurinn og umhverfi hans hefur ekki verið í boði fyrir ferðamenn áður frá þessu sjónarhorni. Samantekt á ferð eins og hugmyndin kemur fram er sjóstöng, selaskoðun, ljósmyndun, grill á nýfengnu sjávarfangi og harmonikkuleikur um borð. Léttar veitingar og lambakjöt verða í boði á grillið ef óskað er. Létt lund og gott skap leiðsögumanna gerir svo ferðina og söguna um Hvalfjörð enn skemmtilegri,” segir í tilkynningu frá hópnum, sem þau Arndís, Sirrý, Guðný og Laugi skipa.

Frumkvöðlasmiðja er námskeið sem haldið er fyrir fólk sem hefur góðar hugmyndir af stofnun fyrirtækja, þetta námskeið er haldið í samvinnu við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og SSV þróun og ráðgjöf, ásamt Vinnumálastofnun. Okkur langar að biðja þig að taka þátt í stuttri könnun samfara hugmynd okkar af ferðaþjónustu á Akranesi. Ýttu á linkinn til að taka þátt hér.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is