Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2010 02:01

Skagaleikflokkurinn æfir Fiska á þurru landi

Skagaleikflokkurinn er kominn af stað aftur eftir hlé. Undanfarið hafa staðið yfir æfingar á gamanleiknum Fiskar á þurru landi, eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og áætlað að frumsýna föstudagskvöldið 22. október næstkomandi. Þrjú ár eru síðan Skagaleikflokkurinn sýndi síðast, það var Sölku Völku eftir Nóbelsskáldið og fékk sú sýning mjög góða aðsókn.  Æfingar eru í gamla Artichúsinu að Vesturgötu 119 og er þessa dagana verið að breyta því í leikhús sem mun taka um 120 manns í sæti.

 

 

 

Ný stjórn var mynduð í Skagaleikflokknum síðasta haust og er Sigtryggur Karlsson formaður. Hann segir að sjálfboðaleiðar séu mjög vel þegnir á Vesturgötuna núna þessar vikurnar þegar unnið er að leiktjaldasmíði og ýmsu öðru í tengslum við sýninguna. Sigtryggur segir Fiska á þurru landi mjög skemmtilegt stykki. Leikendur eru aðeins fjórir í sýningunni og eru hlutverkin í höndum þeirra Gunnars Sturlu Hervarssonar, Hafdísar Bergs, Guðmundur Claxton og Þórdísar Ingibjartsdóttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is