Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2010 11:26

Starfshópur leggur til fækkun sveitarfélaga

Gefið hefur verið út svokallað umræðuskjal starfshóps sem kannað hefur sameiningarkosti sveitarfélaga í öllum landshlutum. Þar er lagt til að sveitarfélögum hér á landi fækki niður í 14. Í skjalinu eru settar fram fyrstu hugmyndir um sameiningarkosti og voru þær kynntar í vinnuhópi á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú fer fram á Akureyri. Fram kemur í umfjöllun nefndarinnar að vart hafi orðið við töluverðar viðhorfsbreytingar til sameiningar sveitarfélaga hjá sveitarstjórnarfulltrúum, almenningi og fjölmiðlum á því tæpa ári sem liðið er frá því átaksverkefnið hófst. Sameiningarumræða hafi farið af stað á ný í kjölfar sveitarstjórnarkosninga. Nú sé svo komið að öll landshlutasamtök sveitarfélaga nema ein hafi ákveðið að skipa vinnuhópa til að greina sameiningarkosti. Starfshópurinn getur þess sérstaklega að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa þegar gefið út skýrslu þar sem rætt er um kosti þess og galla að sameina Vesturland í eitt sveitarfélag. Sú nálgun og sú aðferðafræði sem þar sé kynnt gæti að mörgu leyti verið notuð sem fyrirmynd fyrir önnur svæði, segir í tilkynningu frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála.

Bent á sameiningarkosti í öllum landshlutum

Umræðuskjalið hefur að geyma ábendingar um sameiningarkosti í öllum landshlutum. Á Vesturlandi eru settir fram tveir kostir: Eitt sveitarfélag eða tvö og þá yrðu Akranes og Hvalfjarðarsveit saman og hins vegar Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Dalabyggð, Stykkishólmur, Grundarfjörður, Snæfellsbær, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppur. Svipað er lagt til um aðra landshluta, þ.e. Vestfirði, Austfirði og Reykjanes. Á Norðurlandi eystra er lagt til að verði tvö sveitarfélög sem og á Suðurlandi, en á höfuðborgarsvæðinu er lögð til nokkur fækkun, t.d. með sameiningu Reykjavíkur, Seltjarnarness, Álftaness og Garðabæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is