Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. október. 2010 12:00

Hitamet slegin á Þyrli og í Stykkishólmi

Hitamælingar Veðurstofu Íslands sýna að nýliðið sumar er það heitasta á Suður- og Vesturlandi frá því veðurmælingar hófust fyrir miðja nítjándu öldina. Hitamet voru t.d. slegin bæði í Reykjavík og í Stykkishólmi og bæði voru eldri metin frá sumrinu 1939. Sumarið var núna 0,1 gráðu heitara bæði í Reykjavík og Stykkishólmi en 1939. Meðalhitinn í Reykjavík í sumar, frá maí til september, var 11,7 gráður en 11,1 í Stykkishólmi. Heitasti staður á landinu í sumar var þó Þyrill í Hvalfirði og þar var heitasta sumar sem mælst hefur. Þar var meðalhitinn 11,9 gráður en á Þyrli eru ekki til mælingar langt aftur í tímann og því samanburður ekki tiltækur að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings.

 

 

 

Nýliðinn september var með þeim hlýjustu sem mælst hafa, eða meðal þeirra sex heitustu frá því mælingar hófust. Heitast var á Garðskagavita 10,9 gráður en 10,6 gráður  í Reykjavík, á Þyrli og Hafnarmelum í Borgafirði. Trausti Jónsson segir að þrátt fyrir að nýliðið sumar fari ekki í metabækur hvað hita- og sólfar varðar á Norður- og Austurlandi, þá hafi þó Akureyri verið í fimmta sæti yfir mestan meðalhita í sumar af veðurathugunarstöðum, Egilsstaðir í 8. sæti og Dalatangi í því 14.

 

Með samanburð á hitafarinu núna í sumar og í fyrra, segir Trausti að septembermánuður á síðasta ári hafi dregið meðalhitann þá mjög niður. September í fyrra var heilli gráðu kaldari víða um land en nýliðinn septembermánuður. Meðalhitinn hafi hins vegar verið mjög góður hina sumarmánuðina frá maí til ágúst 2009.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is