Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. október. 2010 03:21

Gengið til góðs í dag

Í dag stendur landssöfnun Rauða kross Íslands yfir um allt land. Söfnunin nefnist Gengið til góðs og er til styrktar hjálparstarfi RKÍ í Afríku. Söfnunarféð gerir RKÍ kleift að byggja athvörf í Malaví fyrir börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis, gefa þeim eina heita máltíð á dag og veita þeim fræðslu. Í Síerra Leóne aðstoðar Rauði krossinn stríðshrjáð börn, endurhæfir barnahermenn og veitir þeim tækifæri til að losna úr viðjum borgarastyrjaldar.

Í dag gengu sjálfboðaliðar í hús víðast hvar um landið. Á meðfylgjandi mynd eru starfsfólk og sjálfboðaliðar RKÍ í Akranesdeild á skrifstofu félagsins við Skólabraut. Klukkan 14 í dag hafði verið skilað inn um 80% söfnunarbauka en gengið var í hús í öllum götum bæjarfélagsins og farið í hús í Hvalfjarðarsveit. Um 100 sjálfboðaliðar voru að störfum og var þátttaka þeirra með besta móti að sögn starfsfólks RKÍ. Fimm aðrar söfnunarstöðvar eru á Vesturlandi, þ.e. Stykkishólmsdeild, Grundarfjarðardeild, Snæfellsbæjardeild, Búðardalsdeild og Borgarfjarðardeild.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is