Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2010 11:06

Snæfell er meistari meistaranna

Karlalið Snæfells bætti enn einum bikarnum í safnið þegar Grindvíkingar voru lagðir af velli í hörkuleik í úrslitaleiknum um meistara meistaranna, árlegum góðgerðarleikjum við upphaf keppnistímabilsins í körfuboltanum sem fram fóru í Stykkishólmi í gær. Karlalið Snæfells, sem bæði er Íslands- og bikarmeistari, sigraði Grindvíkinga 102:93. Í kvennaleiknum báru Íslandsmeistarar KR sigurorð að bikarmeisturum Hauka 72:58.   Grindvíkingar byrjuðu betur í leiknum og voru með eilítið forskot bæði eftir fyrsta og annan leikhluta, en staðan í hálfleik var 44:48 fyrir Grindavík. Svolitlar sveiflur voru í leiknum en Snæfellingar voru sterkari þegar á leið. Þeir leiddu 75:70 eftir þriðja leikhluta og náðu síðan að ljúka leiknum sannfærandi eftir að mjótt var á munum.

 

 

 

Pálmi Freyr Sigurgeirsson átti enn einn stórleikinn fyrir Snæfell bæði í vörn og sókn og hefur tekið við hlutverki Hlyns Bæringssonar sem leiðtogi á vellinum. Pálmi skoraði 25 stig, Ryan Amaroso kom næstur með 22 stig og 11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson skoraði 21 stig og tók 13 fráköst og Sean Burton gerði 20 stig og átti 13 stoðsendingar. Hjá Grindavík var Andre Smith stigahæstur með 23 stig og Páll Axel Vilbergsson gerði 19 og tók níu fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is