Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2010 08:01

Hart gengið að Framleiðnisjóði á fjárlögum

Framlag ríkisins til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins verður lækkað um 90% samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra kynnti fyrir helgina. Samkvæmt búnaðarlagasamningi átti Framleiðnisjóður að fá 160 milljónir í framlög á þessu ári, en sú fjárveiting var skorin niður í 149 milljónir. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu nú fær sjóðurinn hins vegar einungis 15,3 milljónir á næsta ári, eða um tíunda hluta þess sem hann hefur fengið. Jón G. Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri sjóðsins segir í samtali við Skessuhorn að augljóst sé að sjóðurinn verði að draga mikið saman seglin og þessi fjárveiting dugi einungis til að halda rekstrinum á floti. Starfsemi verði þó áfram enda mörg verkefni í gangi sem fylgja þarf eftir. Segir hann það taka tvö ár að ljúka þeim verkefnum sem búið sé að heita stuðningi við.

Framtíð sjóðsins til lengri tíma litið segir Jón hins vegar óljósa og skýrist ekki fyrr en nýr búnaðarlagasamningur verður gerður, en núverandi samningur rennur út um áramótin. Stjórn Framleiðnisjóðs hefur ekki komið saman eftir að þessi mikli niðurskurður varð ljós, en það er stjórnar að ákveða framhaldið. Jón bendir á að eigið fé sjóðsins sé um 120 milljónir króna en hluti þess er frá þeim tíma sem garðávaxtasjóður var sameinaður Framleiðnisjóði. Segir hann ljóst að sjóðurinn muni ekki veita fé til nýrra verkefna nema að ákveðið verði að ganga á eigið fé hans.

Framleiðnisjóður hefur það hlutverk að stuðla að atvinnuuppbyggingu í sveitum og styrkja framleiðniaukandi verkefni í íslenskum landbúnaði, atvinnuuppbyggingu í dreifbýli og veita stuðningi til rannsóknar- og þróunarstarfs. Framleiðnisjóður hefur skrifstofu á Hvanneyri og þar eru tveir starfsmenn, auk Jóns er skrifstofumaður í 80% starfshlutfalli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is