Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. október. 2010 07:01

Heilli áhöfn sagt upp í Grundarfirði

Áhöfninni á togbátnum Þorvarði Lárussyni SH 129 frá Grundarfirði hefur allri verið sagt upp. Ástæðan er sú að Samherji á Akureyri, sem leigði skipið, hefur slitið samstarfi sínu við útgerðina vegna samdráttar í kvóta á ýsu og karfa. Samherji er einnig eignaraðili í útgerð skipsins og á 47% eignarhlut. Sigurður Ólafur Þorvarðarson skipstjóri á Þorvarði segir þessa stöðu afar slæma fyrir byggðarlagið en alls missa 14 manns vinnuna. Margir Grundarfirðingar munu að öllum líkindum finna fyrir þessum missi en útgerð sem þessi hefur til dæmis áhrif á löndunarþjónustuna, netaverkstæðið, höfnina, búðina og fleiri fyrirtæki.

 

 

 

“Við höfum verið í samstarfi við Samherja í sex ár og höfum átt við þá mjög gott samstarf á þessum tíma. Þó er auðvitað enginn ánægður með að staðan sé orðin svona. Mannskapnum hafði öllum verið sagt upp fyrir mánaðamót en við héldum að samningnum yrði framlengt eins og áður hefur verið, en svo varð ekki raunin. Menn eru að sjálfsögðu svekktir með að missa vinnuna sína. Nú verður bátnum lagt og enn hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um framtíð hans. Skipsverjar eru þegar farnir að leita sér að annarri vinnu,” sagði Sigurður Ólafur að endingu en Þorvarður er nú í sínum síðasta túr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is